- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar eru á leiðinni til Ploče – tvær viðureignir standa fyrir dyrum

Leikmenn Hauka eiga fyrir höndum tvo leiki í Króatíu um helgina. Ljósmynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -


Kvennalið Hauka hélt af landi brott eldsnemma í morgun áleiðis til Ploče í Króatíu þar sem tveir leikir við HC Dalmatinka bíða liðsins á laugardag og sunnudag. Viðureignirnar eru í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar hefjast klukkan 18 báða daga.

Hafnarbær við Adríahafsströndina

Flogið var til Þýskaland og þaðan áfram til Split. Við komuna til Split verður farið með fólksflutningabíl til Ploče, um 140 km leið. Ploče er hafnarbær við Adríahafsströnd Króatíu, suðaustur af Split. Ekki langt til Metkovic þar sem karlalið Hauka lék í undanúrslitum EHF-keppninnar fyrir rúmum 20 árum og margir minnast enn.

Í fjórða sæti

HC Dalmatinka situr í fjórða sæti í 14 liða úrvalsdeild í Króatíu með níu stig úr átta leikjum, fjórir sigrar, eitt jafntefli og þrjú töp. Podravka Vegeta er lang efst í deildinni með 18 stig að loknum níu leikjum en liðið hefur haft talsverða yfirburði í deildinni í Króatíu um langt skeið á m.a. sæti í Meistaradeild Evrópu.

10 marka sigur í 1. umferð

Í 64-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar snemma í október vann HC Dalmatinka bosníska liðið ZRK Borac með samanlagt 10 marka mun, 24:23 heima, en 31:22, í síðari viðureigninni sem fram fór í Banja Luka í Bosníu.

Fyrir tveimur árum þegar HC Dalmatinka tók í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni félagsliða féll liðið úr leik fyrir serbnesku félagsliði í fyrstu umferð með samanlagt sex marka mun.

Haukar unnu KTSV Eupen í Belgíu frá Belgíu í 64-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar með samanlagt 35 marka mun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -