- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar fóru illa með Framara

Leikmenn Hauka fagna eftir kappleik fyrr á keppnistímabilinu. Fögnuðurinn var engu minni í leikslok í Úlfarsárdal í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Haukar tóku frumkvæðið í einvíginu við Fram í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í kvöld með öruggum sigri, 26:20, í Úlfarsárdal. Haukarnir voru mikið betri í leiknum í 45 mínútur. Leikmenn Fram náðu sér alls ekki á strik frá upphafi til enda. Næsti leikur liðanna verður Ásvöllum á fimmtudaginn og endurtaki Haukar leikinn fer Fram í sumarleyfi.


Haukar, með Elínu Klöru Þorkelsdóttur fremsta í flokki, skoruðu sjö síðustu mörkin í fyrri hálfleik og voru sjö mörkum yfir að honum loknum, 14:7. Mestur varð munurinn 10 mörk í síðari hálfleik.


Með ólíkindum var að sjá til Framliðsins í leiknum. Sóknarleikurinn var í molum. Ekki eru mjög margar vikur liðnar síðan Fram vann Hauka með átta marka mun í Úlfarsárdal, 22:14. Enn styttra er síðan þetta sama Framlið lagði deildarmeistara ÍBV. Eins og Framliðið lék lengst af í kvöld bíða ekki margir leikir liðsins á Íslandsmótinu verði ekki allt annað upp á teningnum á fimmtudaginn.


Ekkert verður tekið af leikmönnum Hauka að þeir rifu sig svo sannarlega upp úr meðalmennskunni sem bæði liðin sýndu fyrsta stundarfjórðunginn í kvöld. Eftir það léku liðið afar vel og verðskuldaði svo sannarlega öruggan sigur.


Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 5/5, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Valgerður Arnalds 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13, 34,2%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 12/5, Sara Odden 3, Ena Car 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Natasja Hammer 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 5/1, 20,8%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -