- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar eru komnir í kjörstöðu gegn Fram

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður Hauka og landsliðskona. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Haukar eru komnir í kjörstöðu í undanúrslitarimmunni við Fram í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir annan sigur, 25:24, að þessu sinni á Ásvöllum í kvöld. Þriðja viðureign liðanna fer fram á föstudaginn í Lambhagahöllinni og hefst klukkan 19.30. Vinni Haukar einnig þá tryggir liðið sér sæti í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrri hálfleikur var afar jafn á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru marki yfir að honum loknum, 10:9, en aldrei munaði meira en einu marki á annan hvorn veginn. Miklu munaði fyrir Fram að endurheimta landsliðskonuna Berglindi Þorsteinsdóttur til baka eftir meiðsli. Varnarleikurinn var einnig allt annar en í fyrsta leiknum. Reyndar kannski ekki sambærilegt þar sem varnarleikur Fram var alveg í molum í síðasta leik.


Haukar byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og skoruðu fimm fyrstu mörkin og náðu sex marka forskoti, 15:9. Fram svaraði með fjórum mörkum áður en Haukar komust fjórum mörkum yfir, 20:16, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.

Endaspretturinn var afar jafn og spennandi. Framliðið náði að saxa á forskot Hauka niður í eitt mark, 24:23, þegar mínúta var eftir. Elín Klara Þorkelsdóttir, besti leikmaður vallarins, vann vítakast þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Hún skoraði úr vítakastinu og tryggði sigur Hauka. Fram tókst að minnka muninn í eitt mark en komst ekki nær.

Athylgi vakti að aðeins einn eftirlitsmaður var á leiknum en í úrslitakeppninni hefur það verið reglan að vera með tvo eftirlitsmenn.


Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 11, Rut Jónsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Sara Odden 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 8/1, 25,8% – Margrét Einarsdóttir 0.
Mörk Fram: Valgerður Arnalds 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5/1, Alfa Brá Hagalín 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 2/2, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 10, 28,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -