- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar sendu Framara í frí eftir háspennuleik

Elín Klara Þorkelsdóttir er byrjuð að leika með Haukum eftir meiðsli. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar sendu Íslandsmeistara Fram í frí frá keppni á Íslandsmótinu í handknattleik kvenna í dag með því að leggja þá öðru sinni í röð í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Framlengja varð viðureignina í dag til að knýja fram úrslit, 31:30, eftir að jafnt var 28:28, þegar hefðbundinn leiktími var að baki. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.

Haukar mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Óstaðfestar upplýsingar eru þær að fyrsti leikurinn fari fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. apríl.

Hin stórefnilega 18 ára handknattleikskona, Elín Klara Þorkelsdóttir, skoraði sigurmarkið fáeinum sekúndum áður en leiktími framlengingar var á enda runninn. Eitt 11 marka hennar í leiknum. Ekki lét hún þar við standa heldur átti sjö sköpuð færi, þar af sex stoðsendingar, og var með 13 lögleg stopp í vörninni.

Framliðið byrjaði betur en Haukar sneru við taflinu og komust yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Varnarleikur Framara olli Haukaliðinu nokkrum erfiðleikum í síðari hálfleik. Leikurinn jafnaðist fljótlega, 20:20, þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Sjö mínútum fyrir leikslok virtust Haukar vera búnir að ná tökum á leiknum aftur. Reynslan innan Framliðsins sagði til sín og áður en leiktíminn var á enda var staðan orðin jöfn.

Í háspennu framlengingu réðust úrslitin á síðustu sekúndu.
Annan daginn í röð féllu Íslandsmeistarar síðasta árs úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Mörk Fram: Elín Klara Þorkelsdóttir 11/6, Natasja Hammer 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Ena Car 3, Sara Odden 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 11/1, 31,4% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 16,7%.

Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 8/4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11/1, 26,2%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -