- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar í átta liða úrslit í fyrsta sinn – skrautlegur lokakafli

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður Hauka og landsliðskona. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik með öðrum sigri á tveimur dögum HC Galychanka Lviv frá Úkraínu, 24:22, á Ásvöllum. Haukar unnu einnig fyrri viðureignina með tveggja marka mun og fara þar með áfram samanlagt, 50:46. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið Hauka nær inn í átta liða úrslit í Evrópukeppni og því stór áfangi fyrir félagið.

Sjötti sigurinn

Þetta var um leið sjötti sigur Haukanna í keppninni í vetur en áður hefur liðið rutt úr vegi belgísku og króatísku félagsliðum í fjórum leikjum á útivelli.

Lokakafli leiksins var skrautlegur og litlu mátti muna að Haukar misstu níu marka forskot úr höndunum.

Jafnt framan af

Eftir jafna viðureign í gær þá var fyrri hálfleikur í dag í járnum lengst af. Góður sprettur Hauka á allra síðustu mínútum fyrri hálfleiks tryggði liðinu þriggja marka forskot, 13:10.

Byrjað af miklum krafti


Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti hjá Haukum með sex fyrstu mörkunum og eftir ríflega 10 mínútur var munurinn orðinn 21:12 Haukum í hag. Varnarleikurinn var frábær og Sara Sif Helgadóttir öflug í markinu. Þetta skilaði sér í auðveldum mörkum. Allt stefndi í stórsigur og virtist leika í góðu lyndi. Sú varð aldeilis ekki raunin er á leið og dansinn varð krappari.

Allt fór í skrúfuna

Þjálfarar Hauka skiptu út sterkustu leikmönnum sínum, væntanlega með það í huga að gefa þeim tóm til að kasta mæðinni fyrir stórleikinn við Val á miðvikudaginn. Eftir það tók við hátt í 15 mínútna kafli þar sem Haukar gátu vart skorað. Leikmenn HC Galychanka Lviv minnkuðu muninn í tvö mörk, 23:21, og áttu þess kost að minnka forskot Hauka í eitt mark þegar hálf önnur mínúta var eftir. Ekki tókst þeim það og Sara Katrín Gunnarsdóttir skoraði 24. mark Hauka í kjölfarið úr vítakasti eftir að harkalega var brotið á Elínu Klöru Þorkelsdóttur sem send var inn á völlinn þegar allt var komið í óefni undir lokin.

Haukar sluppu fyrir horn, áttu reyndar tvö mörk frá í gær upp á hlaupa en það hefði verið skrautlegt að missa leikinn niður í jafntefli eftir það sem gekk á framan af síðari hálfleik.

Áfanginn að vera komin svo langt í keppninni er glæsilegur og gleðilegur fyrir kvennahandknattleikinn hér á landi.


Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2. Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1. Sara Marie Odden 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 9, 53% – Elísa Helga Sigurðardóttir 3, 21% – Margrét Einarsdóttir 0.

Handbolti.is er á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -