Haukar fóru upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með auðveldum sigri á HK, 30:24, í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Haukar voru mikið öflugri í leiknum. Mestur varð munurinn 12 mörk, 27:15.
Lengst af var um leik kattarins að músinni að ræða. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 7/1, Geir Guðmundsson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Halldór Ingi Jónasson 4, Darri Aronsson 3, Atli Már Báruson 3, Tjörvi Þorgeirsson 1, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 13, 46,4% – Stefán Huldar Stefánsson 1, 10%.
Mörk HK: Kristófer Ísak Bárðarson 4, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Sigþór Óli Árnason 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Bjarki Finnbogason 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1. Kristján Ottó Hjálmsson 1, Kári Tómas Hauksson 1, Sigurður Jefferson Guario 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 11, 35,5% – Róbert Örn Karlsson 1, 9,1%.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.