Haukar höfðu sætaskipti við KA/Þór í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld eftir að hafa lagt Akureyrarliðið örugglega, 28:20, á Ásvöllum í 8. umferð deildarinnar. Haukar komust þar með í 5. sætið með sex stig eftir níu leiki. KA/Þór og Selfoss eru í næstu sætum á eftir með fjögur stig, hvort liða
KA/Þór var marki yfir í hálfleik á Ásvöllum í dag, 13:12.
Varnarleikur Hauka var frábær í síðari hálfleik og áttu leikmenn KA/Þór engin svör þegar á hólminn var komið. Samkvæmt HBStatz þá náðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Ena Car 13 löglegum stoppum í vörninni, hvor fyrir sig. Hreint ótrúlegar tölur, ekki síst í samanburði við tölfræðina hjá varnarmönnum Hauka.
Elín Klara skoraði sex mörk og skapaði fimm marktækifæri. Natasja Hammer skapaði 10 marktækifæri.
Á sama tíma og þessu fór fram á Ásvöllum vann Fram öruggan sigur á HK í Kórnum, 35:16, eftir að hafa verið 11 mörkum yfir í hálfleik, 19:8. Framarar sitja áfram í fjórða sæti með 10 stig eftir níu leiki. HK rekur lestina með tvö stig.
Haukar – KA/Þór 28:20 (12:13).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 4/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Natasja Hammer 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Ena Car 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 4, 36,4% – Margrét Einarssdóttir 4, 23,5%:
Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 9, Lydía Gunnþórsdóttir 4/4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 9/2, 27,3% – Sif Hallgrímsdóttir 2/1, 33,3%.
HK – Fram 16:35 (8:19).
Mörk HK: Katrín Hekla Magnúsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2/1, Alfa Brá Hagalín 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 4, 20% – Ethel Gyða Bjarnasen 2, 13,6%.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 10/4, Tamara Jovicevic 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 2/1, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Madeleine Lindholm 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 23, 60,5%.
Staðan í Olísdeild kvenna:
Valur | 9 | 9 | 0 | 0 | 272 – 206 | 18 |
Stjarnan | 8 | 7 | 0 | 1 | 245 – 187 | 14 |
ÍBV | 8 | 6 | 0 | 2 | 218 – 202 | 12 |
Fram | 9 | 5 | 0 | 4 | 248 – 211 | 10 |
Haukar | 9 | 3 | 0 | 6 | 246 – 258 | 6 |
KA/Þór | 9 | 2 | 0 | 7 | 217 – 251 | 4 |
Selfoss | 9 | 2 | 0 | 7 | 238 – 274 | 4 |
HK | 9 | 1 | 0 | 8 | 200 – 295 | 2 |