- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar komast hjá ferð til Minsk – dregið í dag

Leikmenn og starfsmenn Haukaliðsins á Kýpur á dögunum þar sem Haukar tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum. Mynd/Haukar Topphandbolti
- Auglýsing -

Haukar verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla, 32-liða úrslit, í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg eftir klukkan eitt í dag.

Þar með er alltént ljóst að Hauka sleppa við að fylgja í kjölfar FH-inga og fara til Minsk í Hvíta-Rússlandi í þessari umferð þar sem Minsk er í efri flokki eins og Haukar. Eins dragast Haukarnir ekki gegn Íslandsvinunum í AHC Potaissa Turda frá Rúmenínu né á móti Jeruzalem Ormoz sem sló Selfoss út í annarri umferð keppninnar um nýliðna helgi.


Meðal liða í öðrum styrkleikaflokki eru norsku liðin Bækkelaget og Drammen. Óskar Ólafsson og Viktor Petersen Norberg leika með síðarnefnda liðinu, Robe Zubri frá Tékklandi sem FH átti að mæta í keppninni á síðasta ári en ekkert varð úr, Conversano frá Ítalíu, Partizan Belgrad, Besiktas frá Tyrklandi, Suhr Aarau frá Sviss og rússneska liðið Krasnodar.


Þriðja umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki á að fara fram helgina 27. og 28. nóvember og helgina eftir.

Handbolti.is fylgist með drættinum í 32-liða úrslitum í dag. Eins verður EHF með útsendingu á youtube rás sinni:

Hópur eitt:

SKA Minsk (Hvíta-Rússlandi)
Sabbianco Anorthosis Famagusta (Kýpur)
HC Dukla Praha (Tékklandi)
Talent tym Plzenskeho kraje (Tékklandi)
Haukar
Handball Esch (Lúxemborg)
Nærbø IL (Noregi)
AHC Potaissa Turda (Rúmeníu)
CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu)
HC Victor (Rússlandi)
SGAU-Saratov (Rússlandi)
RK Jeruzalem Ormoz (Slóveníu)
MSK Povazska Bystrica (Slóvakíu)
Alingsås HK (Svíþjóð)
IFK Skövde HK (Svíþjóð)

Hópur tvö:
HC Robe Zubri (Tékklandi)
HCB Karvina (Tékklandi)
HC Tallinn (Eistlandi)
Pölva Serviti (Eistlandi)
Bianco Monte Drama 1986 (Grikklandi)
AS SGS Ramhat Hashron (Ísrael)
ASD Accademia P. Conversano 2014 (Ítalíu)
KH Besa Famgas (Kósovó)
ZRHK TENAX Dobele (Lettlandi)
Bækkelaget Handball Elite (Noregi)
Drammen HK (Noregi)
CSM Focsani 2007 (Rúmeníu)
SKIF Krasnodar (Rússlandi)
RK Partizan (Serbíu)
HSC Suhr Aarau (Sviss)
Besiktas JK (Tyrklandi)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -