- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar komu í veg fyrir að Grótta tyllti sér á toppinn

Sara Katrín Gunnarsdóttir var markahæst hjá Haukum U í kvöld. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Ungmennalið Hauka gerði sér lítið fyrir og lagði Gróttu í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld, 29:28. Leikurinn fór fram á Ásvöllum. Þetta var aðeins annar tapleikur Gróttu í 10 leikjum í deildinni fram til þessa. Með sigri hefði Gróttuliðið tyllt sér í efsta sæti deildarinnar en af því varð ekki.


Eftir erfiða byrjun í haust hefur Haukaliðinu vaxið ásmegin í síðustu leikjum samhliða því sem aðeins reyndari leikmenn hafa bæst í hópinn. Þar á meðal er Sara Katrín Gunnarsdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir ungmennaliðið. Elísa Helga Sigurðardóttir átt einnig mjög góðan leik í markinu með 18 skot.

Grótta var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17. Lengst af síðari hálfleik var jafnt á flestum tölum. Haukar voru þremur mörkum yfir, 29:26, þegar skammt var til leiksloka.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.

Mörk Hauka U.: Sara Katrín Gunnarsdóttir 10, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 6, Rósa Kristín Kemp 4, Hildur Sóley Káradóttir 3, Bryndís Pálmadóttir 2, Emilía Katrín Matthíasdóttir 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 17.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Ólöf María Stefánsdóttir 5, Lilja Hrund Stefánsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 4, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Karlotta Óskarsdóttir 1, Katrín S. Thorsteinsson 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -