- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar kræktu í fimmta sætið – Fram lagði ÍBV

Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ungmennalið Hauka í dag, þar á meðal sigurmarkið. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Haukar tryggðu sér fimmta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik þegar 21. og síðasta umferðin fór fram. Haukar unnu HK, 32:25, á Ásvöllum. KA/Þór sem sat í fimmta sæti féll niður í það sjötta eftir tap fyrir Val, 33:19. Haukar leika þar með við Fram og KA/Þór við Stjörnuna þegar úrslitakeppni Olísdeildar hefst mánudaginn 17. apríl.


Íslandsmeistarar síðasta tímabils, Fram, vann nýkrýnda deildarmeistara ÍBV, 28:19, í Úlfarsárdal í dag. Eftir 20 leiki í röð í deild og bikar þá kom að því að Eyjaliðið tapaði leik. Fram var yfir í hálfleik, 14:10, og hafði frumkvæðið lengst af. Sigurinn hafði ekki heldur áhrif á stöðu Fram í Olísdeildinni þegar upp er staðið.


Stjarnan gerði góða ferð á Selfoss og vann með fimm marka mun, 31:26, í Sethöllinni á Selfossi.

Úrslitakeppnin hefst 20. apríl

Eins og fyrr segir þá hefst úrslitakeppni Olísdeildar kvenna 17. april. Önnur umferð verður 20. apríl og oddaleikir þremur dögum síðar. ÍBV og Valur sitja yfir í fyrstu umferð.
Selfoss fer í umspil um sæti í Olísdeild kvenna við FH úr Grill 66-deildinni. HK er fallið í Grill 66-deildina.


Lokastaðan í Olísdeild kvenna.

Úrslit dagsins

Fram – ÍBV 28:19 (14:10).
Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Steinunn Björnsdóttir 7, Tinna Valgerður Gísladóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 21.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Ingibjørg Olsen 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 12, Tara Sól Úranusdóttir 1.

Valur – KA/Þór 33:19 (18:7).
Mörk Vals: Lilja Ágústsdóttir 6/1, Auður Ester Gestsdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 4/1, Thea Imani Sturludóttir 3, Mariam Eradze 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Karlotta Óskarsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1/1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15/4, 51,7% – Anna Karólína Ingadóttir 0.
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 6/2, Ida Margrethe Hoberg 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 2/1, Anna Mary Jónsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Nathalia Soares Baliana 1, Júlía Björnsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 5, 17,9% – Sif Hallgrímsdóttir 4/1, 28,6%.


Selfoss – Stjarnan 26:31 (15:16).
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 6/1, Hulda Hrönn Bragadóttir 5, Tinna Soffía Traustadóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 5, 31,3% – Cornelia Hermansson 4, 16,7%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 8/4, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Britney Cots 3, Stefanía Theodórsdóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Aníta Theodórsdóttir 2.
Varin skot: Darija Zecevic 13, 33,3%.

Haukar – HK 32:25 (16:12).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 5/3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 2, Natasja Hammer 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 16/1, 39%.
Mörk HK: Alfa Brá Hagalín 7, Embla Steindórsdóttir 6/5, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Leandra Náttsól Salvamoser 1, Margrét Guðmundsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 13/3, 28,9%.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -