- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar lögðu meistarana – Lonac fór á kostum

Eldhressir leikmenn Hauka eftir sigurinn á Val í dag. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Haukar slógu tvær flugur í einu höggi í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik með því annars vegar að verða fyrst liða til þess að vinna Íslandsmeistara Vals og hinsvegar að tylla sér í toppsætið. Í hörkuleik á Ásvöllum síðdegis hrósuðu Haukar sigri, 26:25, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14.


Inga Dís Jóhannsdóttir lék afar vel fyrir Hauka og skoraði 10 mörk í 15 skotum og Elín Klara Þorkelsdóttir var öflug að vanda. Margrét Einarsdóttir markvörður Hauka var einnig vel með á nótunum.

Rafaele Nascimento Fraga, nýr liðsmaður KA/Þórs sækir að vörn Aftureldingar í leiknum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fyrsti sigur KA/Þórs

Í fjórða og síðasta leik sjöttu umferðar gerði KA/Þór sér lítið fyrir og lagði Aftureldingu, 26:16, í KA-heimilinu og skildi Stjörnuna eina eftir á botninum. Þetta var fyrsti sigur KA/Þórs í deildinni og stökk liðið upp í sjötta sæti með þrjú stig. Afturelding er stigi fyrir neðan.

Matea Lonac, markvörður KA/Þórs átti stórleik. Hún varð 18 skot, liðlega helming skotanna sem á mark hennar kom.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Haukar – Valur 26:25 (17:14).
Mörk Hauka: Inga Dís Jóhannsdóttir 10, Elín Klara Þorkelsdóttir 8/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Sara Odden 3, Ragnehiður Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12/1, 38,7% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 25%.
Mörk Vals: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7, 26,9% – Sara Sif Helgadóttir 5, 41,7%.

KA/Þór – Afturelding 26:16 (13:6).
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Nathalia Soares Baliana 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 2.
Varin skot: Matea Lonac 18/1, 52,9%.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 5/1, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Sylvía Björt Blöndal 1, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 10, 27,8%.

Aðrir leikir í Olísdeild kvenna í dag:

Andrea kunni vel við sig í Vestmannaeyjum

Ekkert hik á ÍR-ingum – skilja Stjörnuna eftir

Staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -