Haukar mæta RK Jeruzalem frá Ormoz í Slóveníu í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í febrúar. Dregið var í morgun og eiga Haukar fyrri viðureignina á heimavelli 15. eða 16. febrúar. Síðari viðureignin er ráðgerð viku síðar í Ormoz ef félögin koma sér ekki saman um að leika báða leiki annað hvort á Ásvöllum eða ytra.
RK Jeruzalem frá Ormoz er ekki óþekkt íslensku áhugafólki um handknattleik vegna þess að liðið mætti Selfossi í 2. umferð Evrópubikarkeppni karla fyrir þremur árum. Fyrri viðureigninni lauk með jafntefli á Selfossi, 31:31, 16. október 2021. Selfoss tapaði síðari leiknum ytra, 28:22, viku eftir viðureignina í Sethöllinni.
Þannig drógust liðin saman í 16-liða úrslitum:
Runar Sandjeford (Noregi) – Besiktas (Tyrklandi).
Drammen HK (Noregi) – Olympiakos SFP (Grikklandi).
-Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg leika með Drammen.
RK Partizan AdmiralBet (Serbíu) – Diomidis Argous (Grikklandi).
AEK Aþena (Grikklandi) – MRK Krka (Slóveníu).
SSV Brixen Handball (Ítalíu) – HC Alkaloid (N-Makedóníu).
Sabbianco Anorthosis Famagusta (Kýpur) – HC Izvidac (Bosníu).
Haukar – RK Jeruzalem Ormoz (Slóveníu).
CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu) – BK-46 (Finnlandi).
Leikirnir eiga að fara fram 15. eða 16. febrúar og 22. og 23. febrúar 2025.
Haukar voru í efri styrkleikflokknum þegar dregið var ásamt HC Izvidac (Bosníu), Diomidis Argous (Grikklandi), Olympiakos SFP (Grikklandi), SSV Brixen Handball (Ítalíu), Runar Sandjeford (Noregi), MRK Krka (Slóveníu), CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu).
Hér fyrir neðan er hægt að skoða upptöku af drættinum:
Evrópubikarkeppni karla – fréttasíða.