Haukar gátu vart orðið óheppnari með andstæðing, þegar tekið er tilliti til ferðalaga, þegar þeir drógust á móti Kur frá Aserbaísjan í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í morgun. Haukar eiga fyrri viðureignina á heimavelli 23. eða 24. nóvember. Síðari leikurinn gæti farið fram í Mingachevir í Aserbaísjan 30. nóvember eða 1. desember. Ekki er hægt að útiloka að félögin komi sér saman um að leika báða leiki annað hvort hér á landi eða í Aserbaísjan.
Íslenskt félagslið hefur aldrei fyrr dregist gegn félagsliði frá Aserbaísjan í Evrópukeppni í handknattleik.
Borgin Mingachevir er í um 320 km akstursfjarlægð frá höfuðborg Aserbaísjan, Bakú.
Vart er hægt að hugsa sér lengra ferðalag frá Íslandi vegna leiks í Evrópukeppni í handknattleik.
Kur vann Panassons Strovolou frá Kýpur í 64-liða úrslitum, 35:31, og 32:29,. Fóru báðir leikir fram í Aserbaísjan um síðustu helgi.
Leikmenn Kur er frá ýmsum löndum, m.a. Rússlandi, Svartfjallalandi, Úkraínu, Serbíu og Nígeríu. Þjálfarinn mun vera Írani.
Eftirfarandi lið drógst saman í 32-liða úrslitum sem leikin verða 23. og 24. nóvember og 30. nóvember og 1. desember. Liðin sem talin eru upp á undan eiga heimaleikjarétt fyrri helgina:
KH Rahoveci (KOS) – CS Minaur Baia Mare (ROU)
ØIF Arendal (NOR) – Diomidis Argous (GRE).
HC Alkaloid (MKD) – Handball WEST WIEN (AUT).
RK Porec (CRO) – MRK Krka (SLO).
Anorthosis Famagusta (CYP) – Pfadi Winterthur (SUI).
HC Motor (UKR) – HC Izvidac (BIH).
Drammen HK (NOR) – RK Leotar Trebinje (BIH).
UHK Krems (AUT) – RK Partizan AdmiralBet (SRB).
AEK Aþena HC (GRE) – HC Lovcen – Cetinje (MNE).
SSV Brixen (ITA) – HK FCC Mesto Lovosice (CZE).
Pölva Serviti (EST) – Besiktas (TUR).
Haukar – Kur (AZE).
Mistra (EST) – RK Jeruzalem Ormoz (SLO).
MSK Povazska Bystrica (SVK) – BK-46 (FIN).
AHC Potaissa Turda (ROU) – Olympiakos SFP (GRE).
Runar Sandefjord (NOR) – RK Celje Pivovarna Laško (SLO).