Haukar mæta úkraínska liðinu HC Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í janúar. Dregið var í morgun og eiga Haukar síðari leikinn á heimavelli.
Valur mætir leikur gegn spænska liðinu Málaga Costa del Sol sem ÍBV mætti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar fyrir þremur árum. Valur á einnig síðari leikinn á heimavelli ef til þess kemur. Málaga liðið vann keppnina síðan vorið 2021.
Leikir 16-liða úrslit eiga að fara fram 11. og 12. janúar annarsvegar og 18. og 19. janúar hinsvegar.
Eftirtalin lið drógust saman:
O.F.N. Ionias (Grikkland) – JuRo Unirek VZV (Holland).
DHC Slavia Prag (Tékkland) – WHC Cair Skopje (Norður-Makedónía).
HC Galychanka Lviv (Úkraína) – Haukar.
WAT Atzgersdorf (Austurríki) – Conservas Orbe Zendal Bm Porrino (Spánn).
Málaga Costa del Sol (Spánn) – Valur.
Madeira Andebol SAD (Portúgal) – Hazena Kynzvart (Tékkland).
A.C. PAOK (Grikkland) – MSK IUVENTA Michalovce (Slóvakía).
MKS Urbis Gniezno (Pólland) – Caja Rural Aula Valladolid (Spánn).
Hafa farið tvisvar til Aserbaísjan
HC Galychanka Lviv, andstæðingur Hauka, lék gegn félagsliðum frá Aserbaísjan bæði í 64 og 32 liða úrslitum, eins ótrúlega sem það kann að hafa verkast. Í 64-liða úrslitum í október vann HC Galychanka Lviv lið Azeryol HC í tveimur leikjum sem fram fóru í Bakú, samanlagt 68:38. Síðustu helgi hafði HC Galychanka Lviv betur gegn Garabagh HC, 68:38, í tveimur leikjum í Mingechevir í Aserbaísjan, 67:39. Svo merkilega vill einnig til að karlalið Hauka er á leiðinni til Mingechevir í næstu viku.
Portúgal og Ítalía
Málaga Costa del Sol, andstæðingur Vals, lagði ADA de Sao Pedro do Sul frá Portúgal, 56:38, í samlagt í 32-liða úrslitum, 32:15, á heimavelli og 24:23 í Portúgal á síðasta laugardag.
Í 64 liða úrslitum í október hafði Málaga Costa del Sol betur í tveimur viðureignum við ítalska liðið A.S.D. Handball Cassa Rurale Pontinia, 63:47, samanlagt, 31:22 á heimavelli og 32:25 í Pontinia á Ítalíu