- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar sitja á toppnum fram á nýtt ár

Sara Oddenvar markahæst hjá Haukum í kvöld með átta mörk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar verma toppsæti Olísdeildar kvenna það sem eftir lifir ársins eftir sigur á Aftureldingu í síðasta leik ársins að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 26:22. Haukar hafa þar með 18 stig að loknum 10 leikjum eins og Valur en standa betur í innbyrðis leik liðanna fyrr á tímabilinu. Afturelding er áfram í sjöunda og næsta neðsta sæti með fjögur stig.


Framundan er þátttaka kvennalandsliðsins á heimsmeistaramótinu. Meðan liggur keppni niður í Olísdeildinni. Þráðurinn verður tekinn upp 6. janúar.

Ef undan eru skildar fyrstu 15 mínútur leiksins þá voru Haukar með þriggja til fjögurra marka forskot nær allan leikinn og allt til loka. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:11.

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir lék ekki með Haukum að þessu sinni vegna meiðsla og mátti sjá þess glögg merki á sóknarleiknum. Fjarvera hennar kom ekki að sök þegar leikurinn er gerður upp.

Talsvert var um einföld mistök á báða bóga og ljóst er að enn er talsverð vinna fyrir höndum hjá liðunum í kappleikjafríinu við að fínstilla leikinn.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 6/1, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Anna Katrín Bjarkadóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Susan Ines Gamboa 3, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 14, 35%.

Mörk Hauka: Sara Odden 8, Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 18, 45%.

Tölfræði leiksins er að finna hjá HBstatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -