- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar skutust upp fyrir Selfoss

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ungmennalið Hauka fór upp í fimmta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið vann Berserki með 10 marka mun í Víkinni, 33:23. Haukar eru þar með komnir með 20 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á undan ungmennum Selfossliðsins, og eiga auk þess enn tvo leiki til góða á piltana úr Árborg.


Nýliðar Berserkja reka lestina í deildinni en eru vafalaust reynslunni ríkari eftir lærdómsríkt keppnistímabil.


Haukar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda í Víkinni. Þar á meðal var átta marka munur að loknum fyrri hálfleik, 18:10.


Mörk Berserkja: Sigurður Páll Matthíasson 7, Þorri Starrason 7, Hinrik Wöhler 3, Víðir Ramdani 3, Marinó Gauti Gunnlaugsson 2, Styrmir Steinn Sverrisson 1.

Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 9, Andri Fannar Elísson 4, Birkir Snær Steinsson 4, Lárus Þór Björgvinsson 3, Sigurður Jónsson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Jakob Aronsson 1, Þórarinn Þórarinsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 1, Páll Þór Kolbeins 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Mikael Andri Samúelsson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -