Haukar komust á ný upp að hlið Aftureldingar á topp Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld er þeir lögðu Þór, 35:31, í Kuehne+Nagel-höllinni eins og keppnishöllin á Ásvöllum nefnist um þessar mundir. Haukar hafa þar með 14 stig eftir níu leiki. Þórsarar eru með sex stig í 10. sæti.
Haukar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og höfðu sex marka forskot að honum loknum, 18:12.
Þórsarar sýndu allt aðrar og betri hliðar í síðari hálfleik og skoruðu 19 mörk. Þeir sóttu jafnt og þétt á Haukana eftir að hafa skorað fjögur af fyrstu fimm mörkum síðari hálfleiks.
Þegar átta mínútur voru til leiksloka var forskot Hauka aðeins tvö mörk, 28:26. Gunnar Magnússonar þjálfari tók leikhlé og freistaði þess að hressa sína menn. Það gekk illa og Þórsarar minnkuðu tvisvar muninn í eitt mark, 29:28 og 30:29, fimm mínútum fyrir leikslok. Nær komust leikmenn Þórs ekki. Þeir misstu tvo leikmenn af leikvelli með hálfrar mínútu millibili. Haukar nýttu sér að vera tveimur færri til að ná þriggja marka forskoti, 32:29. Segja má að Skarphéðinn Ívar Einarsson hafi tryggt sigurinn með 33. markinu 90 sekúndum fyrir leikslok í kjölfar þess að Þórsurum tókst ekki að minnka muninn aftur í eitt mark.
Bæði lið léku mjög kaflaskiptan leik.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 7, Hergeir Grímsson 6, Birkir Snær Steinsson 6, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Össur Haraldsson 3, Þráinn Orri Jónsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8, 25,8% – Magnús Gunnar Karlsson 1, 11,1%.
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 8, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Oddur Gretarsson 6/4, Igor Chiseliov 5, Kári Kristján Kristjánsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Þormar Sigurðsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 9, 27,3% – Patrekur Guðni Þorbergsson 1, 8,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.




