- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar tóku völdin í síðari hálfleik á Ásvöllum

Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst hjá Haukum í dag. Hér er hún í hörðum slag við varnarmenn KA/Þórs fyrr á leiktíðinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir góðan fyrri hálfleik á Ásvöllum í dag þá hélt KA/Þór ekki út þegar kom fram í síðari hálfleik gegn Haukum í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna. Haukar tóku völdin á leikvellinum síðustu 20 mínúturnar og unnu með átta marka mun, 32:24. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13:13.

Haukar halda þar með áfram í við Fram í öðru sæti Olísdeildar og eiga leik til góða. KA/Þórsliðið er á hinn bóginn enn neðst með 5 stig og mega vart við fleiri tapleikjum á endasprettinum.

KA/Þór á einnig þrjá leiki eftir en bæði KA/Þór og Haukar eiga inni viðureignir við ÍBV sem varð að slá á frest fyrir nokkru. Báðar viðureignir fara fram eftir landsleikjahléið en áður en næst síðasta umferð Olísdeildar verður háð laugardaginn 16. mars.

Haukar voru satt að segja ekki sannfærandi í fyrri hálfleik á heimavelli í dag. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var þéttari og sóknarleikurinn liprari sem skilaði sér í 19 mörkum.

KA/Þórsliðið sýndi í fyrri hálfleik að það er meira í það spunnið en stigataflan segir til um. En því miður þá þarf að halda út í 60 mínútur til þess að krækja í stig.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Hauka: Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Elín Klara Þorkelsdóttir 5/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 29,2% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 22,2%.

Mörk KA/Þórs: Isabella Fraga 10/4, Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Aþena Einvarðsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1/1.
Varin skot: Matea Lonac 11/1, 25,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -