- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar unnu bikarinn í 3. flokki kvenna

Coca Cola-bikarmeistarar Hauka í 3. flokki kvenna. Mynd/HSÍ

Haukar unnu Coca Cola-bikarinn í handknattleik kvenna i 3. aldursflokki kvenna í kvöld. Haukar unnu stórsigur á Fram í úrslitaleik, 40:15, eftir að hafa verið 13 mörkum yfir í hálfleik, 19:6.


Eins og úrslitin gefa til kynna þá voru yfirburðir Hauka miklir frá upphafi til enda. Ljóst var snemma að leikurinn yrði aldrei jafn þótt Framarar reyndu sitt besta til þess að standast sterku liði Hauka snúning. Haukar hafa innan sinna raða nokkrar unglinglandslandsliðskonur. Þær drógu hvergi af sér í leiknum.


Elín Klara Þorkelsdóttir, sem farið hefur á kostum með Haukum, í Olísdeildinni á keppnistímabilinu var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hún skoraði 13 mörk og lék þó alls ekki allan leikinn. Hún var einn öflug í hraðaupphlaupum.

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Mynd/HSÍ

Haukaliðið er þó ekki aðeins Elín Klara þótt mögnuð sé. Liðsheildin flott og verður gaman að sjá leikmenn liðsins vaxa enn meira úr grasi á næstu árum.


Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 13, Natasja Hammer 6, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 4, Rósa Kristín Kemp 4, Ester Amíra Ægisdóttir 4, Emilía Katrín Matthíasdóttir 1, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1, Anika Rut Smáradóttir 1.

Mörk Fram: Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 4, Margrét Björg Castillo 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Sara Rún Gísladóttir 2, Liv Höskuldsdóttir 2, Valgerður Arnalds 2.

Bikarmeistarar Hauka eftir að hafa tekið við bikarnum úr hendi Árna Stefáns Guðjónssonar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna. Mynd/HSÍ


Leikmenn bikarmeistara Hauka í 3. flokki kvenna eru:
Sif Hallgrímsdóttir, Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Thelma Melsted Björgvinsdóttir, Andrea Mis Grettisdóttir, Katrín Ósk Ástþórsdóttir, Natasja Hammer, Þóra Hrafnkelsdóttir, Hildur Sóley Káradóttir, Rósa Kristín Kemp, Ester Amíra Ægisdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Anika Rut Smáradóttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -