Bikarmeistarar Hauka verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslita í Evrópubikarkeppni kenna í handknattleik. Annarri umferð keppninnar lauk í gær. Haukar sátu yfir í þeirri umferð ásamt sex öðrum liðum sem öll eru einnig í fyrsta styrkleikaflokki.
Liðin úr 1. flokki verða dregin gegn liðum úr öðrum flokki. Einu takmörkin eru að ZORK Bor frá Serbíu má ekki dragast gegn KHF Istogu frá Kósovó. Verður væntanlega byrjað að draga serbneska liðið út áður en kúlunni með nafni KHF Istogu verður bætt í hóp liðanna í flokki tvö.
Fyrri umferð 32-liða úrslita Evrópubikarkeppni kvenna verður 8. og 9. nóvember og síðari umferðin viku síðar. Sextán liða úrslit verða leikin snemma í janúar.
Flokkur 1:
ŽRK Split 2010 (Króatía).
Hazena Kynzvart (Tékkland).
Club Balonmán Atlético Guardes (Spánn).
Replasa Beti-Onak (Spánn).
A.C. PAOK (Grikkland).
Haukar (Ísland).
Handball Erice SSD ARL (Ítalía).
Jomi Salerno (Ítalía).
HC Gjorche Petrov-WHC AD Skopje (Norður Makedónía).
Cabooter Fortes Venlo (Holland).
Westfriesland SEW (Holland).
KPR Gminy Kobierzyce (Pólland).
Madeira Andebol SAD (Portúgal).
ZORK Bor (Serbía).
MSK IUVENTA Michalovce (Slóvakía).
Bursa Büyüksehir BSK (Tykland).
Flokkur 2:
MADx WAT Atzgersdorf (Austurríki).
Union Korneuburg Damen (Austurríki).
HC Byala (Búlgaría).
ATTICGO Bm Elche (Spánn).
Costa del Sol Malaga (Spánn).
AEK Aþena HC (Grikkland).
KHF Istogu (Kósovó).
CASCADA – HC Garliava SC (Litáen).
Handball Kaerjeng (Lúxemborg).
WHC Metalurg Avtokomanda (Norður Makedónía).
H.V. Quintus (Holland).
Energa Start Elblag (Pólland).
ADAA São Pedro do Sul (Portúgal).
ZRK Mlinotest Ajdovscina (Slóvenía).
Yellow Winterthur (Sviss).
HK Slovan Duslo Sala (Slóvakía).