- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar voru sterkari á lokakaflanum á Selfossi

Hulda Hrönn Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir lið Selfoss og var markahæst. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Haukar tryggðu sér sigur á liði Selfoss á síðustu tíu mínútum viðureignar liðanna í Sethöllinni í gærkvöld en leikurinn var liður í áttundu umferð Olísdeildar kvenna. Haukar skoruðu sjö af síðustu 11 mörkum viðureignarinnar á tíu síðustu mínútunum og unnu með þriggja marka mun, 27:24. Hafnarfjarðarliðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.

Haukar eru í öðru sæti með 12 stig eftir átta leiki, tveimur stigum framar en Fram sem á leik við Stjörnuna í dag. Selfoss situr áfram í fjórða sæti með sex stig.

Skarð var fyrir skildi hjá Selfossliðinu að Katla María Magnúsdóttir gat ekki leikið með. Hún fékk högg á andlitið í viðureign við Fram á dögunum. Sara Sif Helgadóttir markvörður var ekki í leikmannahópi Hauka.

Selfossliðið var með yfirhöndina fram eftir fyrri hálfleik, m.a. 8:6 og 10:8 áður en Haukum tókst að komast yfir rétt áður en 30 mínútna leiktíminn var úti.

Viðureignin var hnífjöfn fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiks áður en Haukar tóku af skarið og tryggðu sér stigin tvö.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Selfoss: Hulda Hrönn Bragadóttir 8, Perla Ruth Albertsdóttir 5/2, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Eva Lind Tyrfingsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1.
Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 12/1, 30,8%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/1, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4/1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdótti 2, . Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 30,4% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 11,1%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -