- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur er orðinn leikmaður Dinamo Búkarest

Haukur Þrastarson í búningi Dinamo Búkarest.
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson var í morgun tilkynntur sem nýr leikmaður rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Eftir því sem næst verður komist er samningur Hauks til eins árs og tekur við fyrri samningi hans við pólska liðið Indurstria Kielce sem var rift til að liðka fyrir komu hans til Dinamo. Haukur verður þar með fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika með rúmensku félagsliði.

Haukur er 23 ára gamall frá Selfossi. Hann hefur verið hjá Kielce í fjögur ár en verið afar óheppinn og m.a. slitið krossband í tvígang. Með Kielce þrisvar pólskur meistari og jafnoft bikarmeistari auk þess sem hann lék með liðinu til úrslita í Meistaradeild Evrópu vorið 2022.

Dinamo Búkarest hefur borið ægishjálm yfir handknattleikslið karla í Rúmeníu á síðustu árum og átt sæti í Meistaradeild Evrópu af og til og verður m.a. með í deildinni á næsta tímabili.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum þremur árum undir stjórn spænska þjálfarans Xavier Pascual. Hann samdi við Veszprém í júní og tók þá landi hans David Davis við.

Haukur hefur leikið 33 A-landsleiki og skorað 47 mörk. Fyrsta landsleikinn lék Haukur í apríl 2018, skömmu áður en hann varð 17 ára gamall. Hann var síðast með íslenska landsliðinu í leikjum við Grikki í mars en gat ekki verið með í viðureignum við Eistlendinga í undankeppni HM í apríl vegna meiðsla.

Áfram er fullyrt að Haukur fari til Rúmeníu

Haukur er sagður á leiðinni til Dinamo Búkarest

Karlar – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -