- Auglýsing -

Haukur fór á kostum – Ómar Ingi skoraði 15 mörk

- Auglýsing -


Haukur Þrastarson byrjaði af krafti í þýsku deildinni og skoraði m.a. þrjú fyrstu mörk Rhein Neckar Löwen í sigri liðsins á MT Melsungen, 29:27. Leikið var í Rothenbach-Halle, heimavelli MT Melsungen. Haukur var besti maður vallarins og stimplaði sig rækilega inn í sínum fyrsta leik og endaði með 8 mörk og 3 stoðsendingar.

Arnar Freyr Arnarsson lék eingöngu í sóknarleiknum hjá Melsungen og skilaði 4 mörkum. Reynir Þór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Melsungen en hann kom til félagsins í sumar frá Fram.

Ómar Ingi fór hamförum

Ómar Ingi Magnússon skoraði 15 mörk í 18 skotum fyrir Magdeburg í öruggum sigri þeirra á Lemgo á útivelli 33:29, þar sem Magdeburg gerði sex fyrstu mörk leiksins. Fimm markanna skoraði Ómar Ingi úr vítaköstum. Hann átti eina stoðsendingu.

Gísli Kristjánsson skoraði 5 mörk og Elvar Jónsson lék eingöngu í vörninni hjá Evrópumeisturunum í sínum fyrsta leik fyrir félagið í deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -