- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur og félagar fara vel af stað – unnu Viktor Gísla og samherja

Haukur Þrastarson t.v. reynir að komasta framhjá Leon Susnja leikmanni Wisla Plock í leiknum í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og félagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest fara vel af stað í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þeir unnu pólska meistaraliðið Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 28:26, og hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni.

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður og hans samherjar í Wisla Plock eru á hinn bóginn stigalausir í riðlinum eins og Eurofarm Pelister sem tapaði á heimavelli fyrir Füchse Berlin í kvöld, 30:22. Fredericia er einnig án stiga í riðlinum en hefur aðeins lagt einn leik að baki. Danska liðið tekur á móti portúgölsku meisturunum Sporting á fimmtudagskvöld.

Haukur lék mjög vel í sigurleiknum í Plock í kvöld. Hann skoraði fjögur mörk og var næst markahæsti leikmaður Dinamo. Þar að auki átti Haukur sex stoðsendingar. Stanislav Kasparek var markahæstur með fimm mörk.

Viktor Gísli byrjaði ekki

Viktor Gísli kom í markið hjá Wisla Plock eftir um 20 mínútna í framhaldi af dapri frammistöðu Mirko Alilovic. Viktor Gísli stóð vaktina til leiksloka og varði sjö skot, ríflega 29%. Michal Daszek var markahæstur leikmanna Wisla Plock með sjö mörk.

Í B-riðli beið danska meistarliðið Aalborg Håndbold lægri hluti, 31:23, í heimsókn til Zagreb og Nantes vann Industria Kielce, 23:20, í Frakklandi. Hvert þessara fjögurra liða er með tvö stig.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -