- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur og samherjar færðust skrefi nær 13. meistaratitlinum í röð

Haukur Þrastarson er sagður vera á leiðinni til Dinamo Búkarest. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og félagar hans í Industria Kielce unnu mikilvægan sigur í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Wisla Plock í uppgjöri tveggja langefstu liða pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 34:29. Kielce var marki yfir í hálfleik, 15:14.

Leikurinn fór fram í Plock. Industria Kielce tapaði heimaleiknum við Wisla fyrr á leiktíðinni með eins marks mun, 29:28. Þetta er einu tapleikir liðanna í deildinni á leiktíðinni.

Industria Kielce tók forystu í deildinni með sigrinum í kvöld á innbyrðis úrslitum gegn Wisla Plock. Ef fram heldur sem horfir og liðin tapa ekki fleiri leikjum í deildinni hefur sigurinn í kvöld sennilega tryggt Hauki og samherjum pólska meistaratitilinn þrettánda árið í röð.

Haukur skoraði þrjú mörk

Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Industria Kielce sem þótti leika afar vel í leiknum. Varnarleikurinn var afar góður sem varð til þess að talsvert var um mistök í sóknarleik Wisla-liðsins.

Dylan Nahi var markahæstur leikmanna Industria Kielce með níu mörk. Przemysław Krajewski skoraði sex mörk fyrir Wisla og var atkvæðamestur leikmanna við að skora.

Stöðuna í pólsku úrvalsdeidinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -