- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur tekur þátt í úrslitahelginni í Köln

Leikmenn Vive Kielce fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildar eftir sigur á Montpellier í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Vive Kielce komust í kvöld í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Vive Kielce vann franska liðið Montpellier öðru sinni í átta liða úrslitum, að þessu sinni með átta marka mun, 30:22, á heimavelli. Samanlagt vann Vive Kielce, 61:50, í tveimur leikjum. Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu verður í Köln 18. og 19. júní.


Haukur skoraði eitt mark í leiknum. Artsem Karalek var markahæstur hjá Kielce með sjö mörk. Andreas Wolff markvörður fór á kostum. Hann var með 48% hlutfallsmarkvörslu og bætti upp fyrir slaka frammistöðu þegar Kielce tapaði fyrir Nantes í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir ári.


Julien Bos var markahæstur hjá Montpellier. Franska liðið var aldrei inni í leiknum í kvöld, slíkir voru yfirburðir Kielce-liðsins. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Montpellier.


Þar með eru tvö sæti af fjórum í undanúrslitum skipuð en auk Vive Kielce er Veszprém komið svo langt í keppninni.


Þetta er í fjórða sinn sem Vive Kielce kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann keppnina á dramatískan hátt orið 2016 eftir sigur á Veszprém í vítakeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -