- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hef bara aldrei lent í öðru eins

Grótta mætir Aftureldingu í oddaleik á laugardaginn eftir sigur í háspennuleik í Hertzhöllinni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Þetta var ekkert smá. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins,“ sagði Karlotta Óskarsdóttir leikmaður handknattleiksliðs Gróttu í samtali við handbolta.is eftir að Karlotta og samherjar unnu Aftureldingu eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í umspili Olísdeildar kvenna í Hertzhöllinni í kvöld 32:29. Þar með verður oddaleikur hjá liðunum að Varmá á laugardaginn þar sem sæti í Olísdeild kvenna verður í húfi fyrir sigurliðið.

Hrikaleg spenna var í framlengingunum og ekki síður í vítakeppninni sem Grótta vann, 4:1, fyrir framan nokkur hundruð áhorfendur í frábærri stemningu.

Það er mikilvægt fyrir Gróttu að hafa fyrrverandi landsliðsmarkvörð í þjálfarateyminu. Íris Björk Símonardóttir gefur Soffíu Steingrímsdóttur markverði góð ráð. Soffía reyndist Aftureldingu erfið í vítakeppninni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Misstum aldrei vonina

„Við höfðum trú á því frá byrjun að við gætum unnið. Málið var bara að missa ekki hausinn niður í bringu. Í svona leikjum þá vinnur sá sem langar meira í sigurinn,“ sagði Karlotta en hún og samherjar voru komnar þremur mörkum undir í síðustu framlengingunni, 28:25, þegar rétt innan við þrjár mínútur voru eftir af leiktímanum. Þeim tókst að skora þrjú mörk, jafna metin og halda hreinu.

Gat ekki horft á

„Þetta var ógeðslega stressandi en við tókum þetta. Ég gat bara ekki horft á vítakeppnina. En úrslitin eru geggjuð og stúkan stórkostleg. Þetta var bara allt frábært. Nú ætlum við bara upp,“ sagði Karlotta Óskarsdóttir leikmaður Gróttu sem skoraði átta mörk með þrumfleygum í leiknum í Hertzhöllinni.

Oddaleikur Aftureldingar og Gróttu hefst klukkan 16 að Varmá á laugardaginn.

Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -