„Ég hef ekki upplifað jafn miklar tilfinningar á stuttum tíma. Þetta er stórfenglegt. Ég er bara enn að átta mig á þessu,“ sagði Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals sem var í mikilli geðshræringu þegar handbolti.is náði viðtali við hana í dag eftir að hún og félagar í Val höfðu unnið Evrópubikarkeppnina í handknattleik með sigri á BM Porriño, 25:24, í síðari úrslitaleik liðanna á Hlíðarenda.
„Okkur hefur dreymt um þetta lengi hjá Val. Loksins er þetta orðið að raunveruleika og það fyrir framan allt þetta fólk. Þetta er sannkallaður tilfinningarússíbani,“ sagði Hildur sem lengi hefur leikið með Val og unnið margt en sigur í Evrópubikarkeppninni tekur öllu fram.
Lengra viðtal við Hildi er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.