- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Hefði glaður tekið slaginn ef við hefðum átt von

- Auglýsing -

„Ég fór strax í að kanna þetta mál í gær en því miður voru allar líkur á að við myndum ekki hafa erindi sem erfiði,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ spurður hvort HSÍ hafi íhugað að kæra framkvæmd leiks Portúgal og Íslands vegna marks sem kvennalandsliðið skoraði á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks viðureignarinnar í undankeppni EM í gær. Markið var ekki dæmt gilt vegna þess að leiktíminn var sagður hafa verið úti.


Leikklukkan gaf merki með flauti um að leiktímanum væri lokið þegar markið var skorað. Þeir sem voru í keppnishöllinni og einnig þeir sem fylgdust með í sjónvarpinu virtist sem leiktíminn hafi ekki verið úti þegar skorað var.

Kæra hefði þurft framkvæmd leiksins innan við klukkustund eftir að honum lauk.

„Ég hefði glaður tekið slaginn við EHF ef einhver von hefði verið fyrir okkur um að fá markið dæmt gilt,“ sagði Róbert. Allar líkur hafi verið á að ef hægt hefði verið að sanna að gilt mark hafi verið um að ræða hefði niðurstaða EHF orðið dómararnir hafi gert mistök. Mistök dómara verða ekki afturkölluð eins og mörg dæmi eru um enda talin vera hluti af leiknum.

Vantalið mark í Litáen

Fyrir nokkrum árum gleymdist að skrá mark sem karlalandsliðið skoraði í viðureign við Litáen ytra í undankeppni EM. Það atvik var kært strax eftir leikinn. Auðvelt var að sanna að markið var vantalið með því að skoða upptöku af leiknum.

Naumt tap í háspennuleik í Matosinhos

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -