- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefði mátt hella meira hugrekki yfir baráttuna

- Auglýsing -

„Við vorum að reyna. Menn gáfu allt af sér en sennilega hefði mátt hella meira hugrekki yfir þessa baráttu sem sést kannski best á hversu mörg mistök við gerðum án þess að vera þvingaðir til þeirra,“ sagði Sebastian Alexandersson þjálfari karlalið HK í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans tapaði fyrir Víkingi, 26:22, í viðureign neðstu liða Olísdeildar karla í handknattleik í Víkinni.


„Ég get ekki sagt að menn hafi ekki reynt því þeir reyndu svo sannarlega. En þegar menn eru hræddir þá verður allt frekar erfitt,“ sagði Sebastian af yfirvegun.

Staðir og án sannfæringar

HK skoraði aðeins níu mörk í síðari hálfleik. Sebastian sagði að því miður hafi sóknarleikurinn verið slakur enda hafi hann verið staður og menn hafi verið að fá boltann í kyrrstöðu hvað eftir annað.

„Menn voru að skjóta úr kyrrstöðu, ætla sér að gera hlutina sjálfir og án mikillar sannfæringar. Lítið var sótt beint á markið og ef það var gert voru ekki margir með. Þannig að eftir að einn kom í árás þá var sá næsti ekki tilbúinn. Það er auðvelt að leika 5/1 vörn þegar enginn hreyfing er á sóknarmönnunum,“ sagði Sebastian sem segir ekkert hik vera á sér eða leikmönnum HK þótt byr vanti í seglin.

Verðum að hafa þolinmæði

„HK er eitt efnilegasta lið landsins. Flottur hópur leikmanna. Ef það tekur tíma að komast í fremstu röð þá verður svo að vera. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að menn uppskeri ef þeir halda áfram að vinna eins vel og þeir hafa verið að gera. HK verður eitt besta lið landsins. Við öll sem erum í HK verðum að hafa þolinmæði til þess að bíða eftir árangrinum. Ég hef þolinmæðina og strákarnir hafa hana einnig. Okkur skortir ekki líkamlega getu heldur fremur andlega og í henni höldum við áfram að vinna eins og öðru,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -