- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefði viljað og vil sjá meira blóð á tönnunum

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í leiknum í Malmö Arena í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst frammistaðan ekki vera nægilega góð en samt var tækifæri til þess að vinna og slæmt að okkur tókst ekki að nýta þann möguleika,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag eftir tveggja marka tap íslenska landsliðsins fyrir Svíþjóð, 26:24, í síðari vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla.

Óánægður með sóknarleikinn

„Við áttum að gera betur en þetta,“ sagði Snorri Steinn sem var óánægður með sóknarleikinn og einnig fjölda tapaðra bolta. Þeir voru alltof margir.

„Vissulega vörðu markverðir Svía vel en við verðum líka að skoða betur úr hvaða færum þeir voru að verja. Segja má að um sambland af sóknarleik og slæmri skotnýtingu hafi orðið okkur að falli,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.

Eigum að nýta möguleikann

Litið yfir báða leikina sagði Snorri Steinn varnarleikinn hafa verið góðan og fleira sem hægt er að byggja á. „Ég hefði viljað og vil sjá meira blóð á tönnunum á mönnum. Þegar við eigum möguleika á að vinna leiki þá verðum við að gera það,“ sagði Snorri Steinn vonsvikinn í bragði.

Vil sjá alvöru æfingar

Landsliðið verður í Kristianstad fram að brottför til Zagreb á mánudaginn. Framundan eru þrjár æfingar fram að fyrsta leik á HM gegn Grænhöfðaeyjum á fimmtudag. „Við eigum þrjár æfingar eftir. Ég vil bara sjá alvöru æfingar af miklum krafti. Ég legg áherslu á það,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -