- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefur áhyggjur skömmu fyrir HM

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands veltir stöðunni fyrir sér. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segist vera áhyggjufullur eftir vináttuleikina tvo við Brasilíu í gær og á fimmtudaginn í Flensborg og Hamborg. Þýska liðið vann báðar viðureignir en sóknarleikur liðsins þótti ekki sannfærandi, ekki síst í gær í tveggja marka siguri, 28:26, í Hamborg. Brasilíska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik í gærkvöld, 17:13.


„Eftir æfingar síðustu vikuna þar sem margt gekk vel átti ég von á við myndum leika betur en raun varð á,“ segir Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla og bæti við. „Þess vegna hef ég áhyggjur.“

Þjóðverjar verða í erfiðum riðli á heimsmeistaramótinu með landsliðum Póllands, Sviss og Tékklands. Að öllum líkindum er um jafnasta riðilinn á mótinu að ræða þar sem fyrirfram allt getur gerst.

Leikir þýska landsliðsins í riðlakeppninni fara fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Þýska liðið fer til Jótlands á morgun. Fyrsti leikurinn verður gegn Póllandi á miðvikudaginn.

Þrjú lið komast áfram í milliriðil en neðsta liðið tekur þátt í keppninni um forsetabikarinn, sæti 25 til 32.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -