- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heiðmar og félagar með fullt hús – Íslendingar í Þýskalandi – myndskeið

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -

Þrír leikir fóru fram í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld. Komu Íslendingar við sögu í þeim öllum, þótt mismikið bæri á þeim.

Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sá sína menn merja sigur á nýliðum Eisenach á heimavelli, 31:30, í hörkuleik. Eisenach-menn virðast sannarlega vera sýnd veiði en ekki gefin. Þeir lögðu Bergischer HC í fyrstu umferð og voru nærri að stela stigi í Hannover í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.


Hannover-Burgdorf hefur þar með unnið tvær fyrstu viðureignir sína í deildinni auk þess að standa í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar.


Marius Steinhauser var markahæstur hjá Hannover-Burgdorf annan leikinn í röð. Hann skoraði átta mörk í kvöld. Renars Uscins var næstur með sjö mörk. Niclas Heitkamp skoraði sex mörk fyrir Eisenach.

Jöfnuðu sig eftir magalendingu

Eftir magalendingu gegn Melsungen í fyrstu umferð þá sýndu leikmenn Göppingen sitt rétta andlit í kvöld. Þeir náðu stigi gegn Rhein-Neckar Löwen í Göppingen, 27:27. David Móré jafnað metin fyrir Löwen á síðustu sekúndu. Eitt af átta mörkum Móré í leiknum.

Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason skoruðu ekki mark að þessu sinni. David Schmidt og Josip Sarac skoruðu fjögur mörk hvor í jöfnu liði Göppingen.

11 marka tap Gummersbach

Meistarar THW Kiel unnu 11 marka sigur á Gummersbach í Wunderino Arena í Kiel, 41:30, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 22:16. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson kom lítið við sögu og virðist ekki eiga upp á pallborðið þessa daga.

Tilen Kodrin var markahæstur hjá Gummersbach með níu mörk. Svíinn Eric Johansson var markahæstur hjá Kiel, eins í fyrstu umferð. Hann skoraði átta sinnum í kvöld. Landi hans Niclas Eberg var næstur með sex mörk, eitt úr vítakasti.

Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -