- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimaleik Magdeburg frestað eftir árásina á jólamarkaðinn

Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -


Heimaleik þýska meistaraliðsins SC Magdeburg gegn Eisenach sem fram átti að fara í þýsku 1. deildinni í handknattleik á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna hræðilegrar árásar sem átti sér stað í borginni í gær. Óður maður ók á miklum hraða á hóp fólks á jólamarkaðinn í borginni.


Vísir.is segir frá að minnsta kosti fimm séu látin. Talið er að um 200 hafi slasast, þar af 41 al­var­lega segir í frétt ARD.

„Af virðingu við þá sem eiga um sárt að binda vegna þessa atburðar hefur leiknum verið frestað. Með því vill félagið sýna samstöðu og samúð,“ segir m.a. í tilkynningu SC Magdeburg sem lætur þess getið að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun hvort óskað verði eftir frestun á heimaleik við HC Erlangen sem til stendur að fari fram í Magdeburg 26. desember.


Íslensku handknattleiksmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon búa í Magdeburg ásamt fjölskyldum sínum og leika með SC Magdeburg.

Fram kemur í viðtali við Gísla Þorgeir og unnustu hans, Rannveigu Bjarnadóttur, á Vísir í morgun að þau búi skammt frá jólamarkaðnum. Tilviljun hafi ráðið að þau hafi ekki verið stödd þar þegar árásin átti sér stað. Gísli Þorgeir segir einn liðsfélaga sinn hafa sloppið naumlega í árásinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -