- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmeistarar Dana að verða fyrir mikilli blóðtöku

Rasmus Lauge með boltann í leik með Veszprém í síðustu viku gegn Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ósennilegt er talið að Rasmus Lauge leiki með danska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld þá meiddist Lauge í leik með Veszprém í gærkvöld gegn Kiel í Meistaradeildinni. Hann var studdur af leikvelli og ljóst að meiðslin gátu verið alvarleg.

Lauge hefur verið í skoðun í dag hjá læknum Veszprém og félagið hefur enn ekki vilja tjá sig um ástand hans. TV2 í Danmörku fullyrðir að Lauge sé úr leik um skeið og að þátttaka á HM sé úr sögunni. Meiðslin séu það alvarleg. Lauge á sér því miður langa sögu um hnémeiðsli.

Ef Lauge verður ekki með danska landsliðinu á EM er ljóst að um mikla blóðtöku verður að ræða fyrir lið ríkjandi heimsmeistara. Lauge er án vafa einn allra snjallasti miðjumaður heims um þessar mundir og var einn lykilmanna í sigri danska landsliðins á HM í janúar 2019 þótt hlutur hans hafi horfið nokkuð í skuggann af frammistöðu Mikkel Hansen og Niklas Landin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -