- Auglýsing -
- Heimsmeistarar Danmerkur komust í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi í kvöld með sigri á Egyptum eftir tvær framlengingar og vítakeppni, 39:38. Lasse Svan innsiglaði sigur Dana úr fimmta og síðasta vítakastinu í háspennu og dramatískum leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Danir skoruðu úr fjórum vítaköstum í vítakeppninni en Egyptar úr þremur.
- Danir mæta annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Norðmönnum í undanúrslitum á föstudaginn.
- Magnus Landin jafnaði metin í 35:35, fyrir Dani úr vítakasti þegar leiktíminn var úti í síðari framlengingunni.
- Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 28:28. Egyptar gerðu ranga skiptingu þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma og misstu þar með boltann. Danir gátu innsiglað sigurinn en tókst það ekki.
- Danir voru heldur sterkari í fyrri framlengingunni og náðu tveggja marka forskoti oftar en einu sinni. Egyptum tókst að jafna metin, 34:34, úr vítaksti eftir að leiktíminn var úti í fyrri framlengingu. Vítakast sem var dæmt eftir að Mikkel Hansen lagði ekki niður boltann þegar töf var dæmd á Dani þegar tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum í fyrri framlengingu. Hansen kom vitanlega ekkert meira við sögu. Hann sat í skammarkróknum leikinn á enda.
- Aðeins voru skoruð tvö mörk í síðari framlengingunni. Egyptar skoruðu það fyrra en Magnus Landin það síðara úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti. Vítið var dæmt eftir að Egyptinn Ibrahim El Masrey gekk óvarlega út í sóknarmann Dana á síðustu sekúndu síðari framlengingu, staðan þá 35:34.
- Danir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:14.
- Egyptar eru þar með úr leik.
- Aftur gerðu mótshaldarar sig seka um að hleypa áhorfendum í einhverju mæli inn á leikinn.
Mörk Egyptalands: Yahia Omar 11, Yehia Elderaa 8, Ali Zein 5, Mohammad Sanad 4, Ahmed Hesham 4, Ahmed Elahmar 3, Ahmed Moamen 1, Wisam Nawar 1, Mohamed Mamdouh 1.
Mörk Danmerkur: Mikkel Hansen 10, Mathias Gidsel 6, Lasse Svan 6, Magnus Saugstrup Jensen 6, Magnus Landin 5, Henrik Möllegaard 2, Mads Mensah 1, Anders Zachariassen 1, Emil Jakobsen 1, Jacob Holm 1.
- Auglýsing -