-Auglýsing-

Heitt í kolunum í Fredericia – óánægja með Guðmund og leikmenn

- Auglýsing -


Mörgum var víst heitt í hamsi eftir að Fredericia HK tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg, 33:30, í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Nokkrir úr hópi harðasta stuðningsmannahópnum, Ultras, gerðu hróp að leikmönnum og þjálfurum eftir leikinn. HBold greinir frá og vitnar í Fredericiaavisen að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafi farið úr viðtali eftir að hróp voru gerð að honum af stuðningsmanni sem var vísað út úr keppnishöllinni.


Einnig segir HBold frá að Ultraliðar hafi skipst á orðum við leikmann liðsins og þjálfarateymið. Nærri 1.500 áhorfendur fylltu keppnishöllina í Fredericia og var stemningin sögð rafmögnuð, ekki síst eftir slaka frammistöðu heimaliðsins í fyrri hálfleik.

Í textalýsingu Fredericiaavisen er sagt frá því að nokkrir áhorfendur hafi yfirgefið keppnishúsið áður en leiknum hafi verið lokið, jafnvel strax í hálfleik. Einnig hafi menn úr Ultrahópnum látið í ljós óánægju sína með þjálfarann.

Tveir tapleikir á heimavelli

Fredericia HK hefur unnið einn leik af þremur í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni sem e.t.v. er framhald af frammistöðu liðsins í vor þegar á brattann var að sækja í úrslitakeppninni. Eini sigurinn til þessa vannst á útivelli.

Guðmundur Þórður er að hefja sitt fjórða keppnistímabil sem þjálfari Fredericia HK. Vorið 2024 lék Fredericia HK til úrslita um danska meistaratitilinn og allt virtist leika í lyndi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -