Arnar Birkir Hálfdánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Amo HK. Tekur samningurinn við af öðrum tveggja ára samningi sem er á síðustu vikum gildistímans. Arnar Birkir kom til Amo HK sumarið 2023 eftir ársveru hjá Ribe-Esbjerg. Ytra hefur Arnar Birkir einnig leikið með EHV Aue í Þýskalandi og SönderjyskE í Danmörku.
Arnar Birkir hefur gert það gott með Amo síðustu tvö árin. Hann hefur skoraði 245 mörk fyrir liðið og verið drjúgur við stoðsendingar. Á nýliðinni leiktíð gaf Arnar Birkir 77 stoðsendingar og var í áttunda sæti.
Amo HK kom upp í úrvalsdeildina sumarið 2023 á sama tíma og Arnar Birkir gekk til liðs við félagið. Síðan hefur það verið í neðri hlutanum. Í vor tókst Amo að halda sæti sínu með því að leggja Vinslövs í þrígang í umspili.