- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heldur sigurganga þeirra ungversku áfram?

Þráðurinn verður tekinn í upp Meistaradeild kvenna í handknattleik um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjöunda umferðin í Meistaradeild kvenna fer fram um helgina þar sem verður boðið uppá skemmtilegar viðureignir. Metz, sem hefur unnið alla útileiki sína til þessa, freistar þess að halda sigurgöngunni áfram þegar liðið sækir Sävehof heim.


Aðrir leikir í B-riðli verða á milli CSKA og Krim, danska liðsins Odense og Evrópumeistara Vipers auk þess Györ reynir að ná í sinn sjöunda sigur í röð þegar liðið mætir Kastamonu frá Tyrklandi.


Í A-riðli mun FTC freista þess að halda sigurgöngu sinni áfram á morgun þegar liðið mætir CSM Búkaresti á meðan Esbjerg leikur við Dortmund og Rostov-Don sækir Podravka heim til Króatíu.

Leikir helgarinnar

A-riðill:


FTC – CSM Búkaresti | Laugardagur kl. 15 | Beint á EHFTV
⦁ FTC er aðeins annað af tveimur ósigruðum liðunum í Meistaradeildinni. Hitt er Györ sem einnig er ungverskt.
⦁ Sigri FTC í leiknum hefur það aldrei í sögunni byrjað betur í Meistaradeildinni.
⦁ Að því gefnu að FTC tapi ekki leiknum verður það ósigrað í átta leikjum í röð sem væri jöfnun á fyrra meti liðsins í Meistaradeild.
⦁ Cristina Neagu, stórskytta CSM, hefur verið í fantaformi í síðustu fjórum leikjum. Hún hefur skorað 36 mörk og situr í fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn.
⦁ FTC og CSM hafa mæst átta sinum áður á síðustu fjórum leiktíðum og hefur CSM unnið tvisvar sinnum.

Podravka – Rostov-Don | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV
⦁ Rostov sem hefur fengið á sig fæst mörk í riðlum, 142, mætir nú liðinu sem hefur fengið á sig flest mörk en Podravka hefur fengið á sig 191 mark til þessa.
⦁ Króatíska liðið hefur tapað 13 af síðustu 14 leikjum í Evrópukeppni. Eini sigurleikurinn var fyrr á þessari leiktíð á Buducnost, 29-22.
⦁ Podravka tapaði illa gegn Dortmund í síðustu umferð, 38-14. Leikmenn vonast til að gera betur gegn Rostov.
⦁ Þessi lið mættust í úrsláttakeppninni á síðustu leiktíð og hafði rússneska liðið betur samanlagt, 71-44.
⦁ Ef rússneska liðinu tekst að vinna leikinn verður það sextugasti sigurleikur þess í Meistaradeildinni og verður um leið tíunda liðið til þess að ná þeim áfanga.

Brest – Buducnost | Laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV
⦁ Brest hefur ekki tekist að sigra í tveimur leikjum í röð til þessa.
⦁ Ef Buducnost tapar leik mun liðið setja nýtt og fremur vafasamt félagsmet með því að tapa fyrstu sjö leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
⦁ Ekkert af þeim 16 liðum sem eru í riðlakeppninni hefur skorað færri mörk en Buducnost til þessa. Svartfellska liðið hefur skorað 138 mörk eða um 23 mörk af jafnaði í leik.
⦁ Djurdjina Jaukovic leikmaður Brest mun ekki mæta sínum gömlu liðsfélögum að þessu sinni. Hún meiddist illa á hné fyrir þremur vikum.
⦁ Þremur af sex viðureignum þessara liða hefur lokið með jafntefli. Brest hefur hins vegar tekist að vinna tvisvar og Buducnost einu sinni. Svartfellska liðið hefur hins vegar aldrei tekist að vinna Brest á útivelli.

Dortmund – Esbjerg | Sunnudagur kl.13 | Beint á EHFTV
⦁ Dortmund hefur skorað flest mörk í riðlinum og næst flest í Meistaradeildinni til þessa, 176 mörk í sex leikjum sem gerir um 29,3 mörk að meðaltali í leik.
⦁ Þýska liðið hefur innan sinna raða markahæsta leikmann keppninnar, Alina Grijseels. Hún hefur skorað 53 mörk.
⦁ Þetta verður viðureign besta sóknarliðsins og besta varnarliðsins. Esbjerg hefur aðeins fengið á sig 142 mörk í fyrstu sex leikjunum.
⦁ Danska liðið hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum og nálgast óðum fyrra met sitt þegar það lék sex leiki í röð án taps, frá nóvember 2019 til febrúar 2020.
⦁ Estavana Polman og Line Jorgensen Myers verða ekki með Esbjerg að þessu sinni vegna meiðsla. Hins vegar eru Henny Reistad og Mette Tranborg að nálgast sitt besta form eftir að hafa verið á meiðslalistanum.

B-riðill:

Györ – Kastamonu | Laugardagur kl. 17 |Beint á EHFTV
⦁ Györ hefur unnið sex fyrstu leiki sína til þessa.
⦁ Í síðustu umferð vann ungverska liðið sinn stærsta sigur á leiktíðinni þegar það vann Sävehof, 41-29.
⦁ Nýliðarnir í Kastamonu hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum í keppninni.
⦁ Jovanka Radicevic hefur verið atkvæðamest hjá Kastamonu og markahæsti leikmaður liðsins í fjórum af fimm leikjum sem hún hefur tekið þátt í á leiktíðinni.
⦁ Liðin hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppni.

CSKA – Krim | Sunnudagur kl.13 | Beint á EHFTV
⦁ Í síðustu umferð tapaði CSKA, 28-21 á heimavelli gegn Odense og sá ósigur gerði það að verkum að rússneska liðið féll niður í fimmta sæti riðilsins.
⦁ Krim sem er í sjöunda sæti riðilsins með 2 stig
⦁ Slóvenska liðið tapaði naumlega fyrir Vipers 27-26 á heimavelli í síðustu umferð en það var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Dataliyu Derepasko sem tók nýverið við þjálfun Krim.
⦁ Tveir leikmenn CSKA hafa leikið með Krim, Ana Gros og Sara Ristovska.

Odense – Vipers | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV
⦁ Odense er í þriðja sæti riðilsins með átta stig en Vipers er hins vegar í fjórða sæti með sex stig.
⦁ Danska liðið hefur unnið alla þrjá útileiki sína á þessari leiktíð en hins vegar hefur liðið tapað tveimur af þremur heimaleikjum sínum.
⦁ Nora Mørk hefur verið markahæsti leikmaður Vipers í síðustu fimm leikjum. Hún er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar með 47 mörk.
⦁ Odense skortir 30 mörk til að rjúfa 1.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.

Sävehof – Metz | Sunnudagur kl. 15 |Beint á EHFTV
⦁ Metz er í öðru sæti riðilsins með átta stig og á einn leik til góða. Sävehof er í sjötta sæti með fjögur stig.
⦁ Sænska liðið hefur unnið tvo af þremur heimaleikjum sínum til þessa á meðan Metz hefur unnið alla þrjá útileiki sína.
⦁ Jamina Roberts, leikmaður Sävehof, er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn með 42 mörk. Enginn leikmaður Metz er á meðal tíu markahæstu í Meistaradeildinni.
⦁ Þetta verður 147. leikur Metz í Meistaradeildinni.
⦁ Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður í Meistaradeildinni. Hvort lið hefur unnið tvisvar sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -