Miklar breytingar hafa orðið á kvennalandsliðinu á undanförnum mánuðum og fáum árum. Aðeins um helmingur þess hóps sem tók þátt í leikjunum við Færeyinga fyrir réttum tveimur árum og aftur í apríl fyrir hálfu öðru ári er í landsliðinu sem tekur þátt í leiknum við Færeyinga í Lambhagahöllinni í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Viðureignin er sú fyrsta í undankeppni EM 2026.
Miðasala á landsleik Íslands og Færeyja.
Fyrir tveimur árum í Þórshöfn
Landslið Íslands og Færeyja voru einnig saman í riðli fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna 2024 og mættust þar af leiðandi tvisvar. Fyrri viðureignin var í Þórshöfn 15. október 2023 en sú síðari á Ásvöllum 7. apríl 2024. Íslenska landsliðið vann báðar viðureignir, 28:23 í Þórshöfn og 24:20 í Hafnarfirði.
Átta leikmenn íslenska landsliðsins sem taka þátt í leiknum í kvöld voru með í leiknum í Þórshöfn fyrir réttum þremur árum:
Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Thea Imani Sturludóttir.
Sjö úr landsliðshópnum í dag voru með í viðureigninni á Ásvöllum 7. apríl 2024:
Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Hafdís Renötudóttir, Thea Imani Sturludóttir.
Liðsskipan í kvöld
Íslenska liðið sem tekur þátt í leiknum við Færeyinga í Lambhagahöllinni í kvöld er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur (68/4).
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (12/0).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (7/8).
Andrea Jacobsen, Blomberg-Lippe (64/113).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (10/21).
Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (63/86).
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof (24/79).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (29/56).
Elísa Elíasdóttir, Valur (22/18).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (11/19).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (25/13).
Lovísa Thompson, Valur (28/66).
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (1/0).
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (36/148).
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar (1/1).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (89/193).
*Utan hóps eru: Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram, og Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR.
Valinn var hópur 19 kvenna fyrir leikinn.