- Auglýsing -

Heppin að ekki fór verr – Elín Rósa frábær viðbót í hópinn okkar

- Auglýsing -


Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir er óðum að jafna sig eftir að hafa fengið högg á vinstra hné skömmu fyrir lok síðasta leiks æfingamóts fyrir 10 dögum. Hún reiknar með að vera klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Blomberg-Lippe tekur á móti Buxtehuder SV í fyrstu umferð.

Díana Dögg segir landsliðskonuna Elínu Rósu Magnúsdóttur vera frábæra viðbót í leikmannahóp Blomberg-Lippe. Elín Rósa kom til félagsins í sumar frá Evrópubikarmeisturum Vals.


Íslendingar tóku þátt í metleik í Þýskalandi

Var bara á bekknum

Díana Dögg var aðeins með Blomberg-Lippe að nafninu til þegar liðið tapaði naumlega fyrir Thüringen HC í meistarakeppninni í Þýskalandi á laugardaginn, 31:30. „Ég tók ekkert þátt í leiknum. Var bara á bekknum,“ sagði Díana Dögg þegar handbolti.is leitaði fregna af henni.

Heppin að ekki fór verr

„Ég er öll að koma til og var með á æfingu í fyrsta skiptið eftir höggið á föstudaginn. Slapp við öll löng og erfið meiðsli sem betur fer en hnéð yfirspenntist verulega og það þarf bara smá tíma að jafna sig á því. Ég verð að öllum líkindum orðin nánast 100% um næstu helgi þegar að deildin byrjar,“ sagði Díana sem var komin í hörkuform þegar hún tvo leikmenn á sig í hita viðureignarinnar síðla í úrslitaleik Blomberg-Lippe og Dortmund á Nelken-Cup. „Ég var heppin að ekki fór verr.“

Leikmenn Blomberg Lippe kátar eftir að sigur var í höfn á æfingamóti á dögunum. Díana Dögg er önnur f.v. í efri röð, Andrea fjórða f.h., einnig í efri röð. Elín Rósa er neðst f.h. í fremstu röð. Ljósmynd/Blomberg-Lippe

Hefja sitt annað tímabil

Díana Dögg og Andrea Jacobsen eru að hefja sitt annað keppnistímabil með Blomberg-Lippe. Liðið lék til úrslita um þýska meistartitilinn í vor en tapaði fyrir Ludwigsburg. Einnig komst Blomberg-Lippe í undanúrslit í þýsku bikarkeppninni og í Evrópudeildinni. Árangurinn í Evrópudeildinni er sá besti hjá félaginu í Evrópukeppni í sögunni.

Deildin verður jafnari

Nokkrar breytingar voru á leikmannahópi í sumar. M.a. gekk Elín Rósa Magnusdóttir til liðs við Blomberg-Lippe. Díana Dögg segir vel að hafa gengið á undirbúningstímanum. Útlit sé fyrir spennandi keppni í Þýskalandi. Deildin verði jafnari en áður eftir að Ludwigsburg-liðið var ekki svipur hjá sjón í kjölfar fjárhagserfiðleika.

Naumt tap hjá Andreu, Díönu og Elínu í meistarakeppninni

Græddum góðan markmann

„Þetta er allt að koma til hjá okkur. Enn er eittvað að slípast saman auðvitað en það hefur gengið hingað til bara vonum framar og spennandi tímabil framundan. Sérstaklega eftir þessar fréttir með Ludwigsburg. Þar græddum við góðan markmann [Nicole Roth] til viðbótar sem og nú er deildin galopnari en oft áður sem er auðvitað skemmtilegt,“ segir Díana Dögg.

Elín Rósa Magnúsdóttir leikur með Blomberg-Lippe á næstu leiktíð. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Elín Rósa er frábær viðbót

Spurð og komu Elínar Rósu til liðsins segir Díana Dögg að Elín Rósa sé væntanlega leikmaðurinn sem Blomberg-Lippe vantaði á síðustu leiktíð.

„Ég held að Elín Rósa sé frábær viðbót í hópinn og passar vel inn hjá okkur. Flottur leikstjórnandi sem okkur kannski vantaði á síðasta tímabili,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir ein þriggja íslenskra landsliðskvenna í herbúðum Blomberg-Lippe.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -