- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Hér er um úrslitaleik að ræða“

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals hlakkar til leiksins við TM Benidorm annað kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla stíga stórt skref í átta að 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik ef þeim tekst að vinna spænska liðið TM Benidorm annað kvöld í Origohöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og mun miðasala hafa gengið vel og útlit fyrir rífandi góða stemningu á leiknum.

Tix.is – smellið hér

Valur er sem stendur í fjórða sæti B-riðils Evrópudeildarinnar þegar þrjár umferðir er óleiknar. Fjögur efstu liðin taka sæti í 16-liða útsláttarkeppni í mars.

Sigur skilar góðri stöðu

„Mikilvægi leiksins er mikið. Hér er um úrslitaleik að ræða,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals á blaðamannfundi eftir hádegið í dag.

„Ef við vinnum erum við í góðum málum í keppninni en í vondum málum ef við töpum,“ sagði Snorri Steinn og bætti við að það væri út af fyrir sig mjög gott hjá Val að vera kominn í þá stöðu að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Að sama skapi þá réru allir í þá átt að komast áfram.

Valsmenn ætla sér að fagna í leikslok annað kvöld með stuðningsmönnum sínum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Forréttindi að vera í þessari stöðu

„Það eru forréttindi að vera í þeirra stöðu að ráða eigin örlögum og eiga tvo heimaleiki eftir þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Það er eitt og sér geggjuð staða að vera í til viðbótar við fá að spila í þessari Evrópukeppni og standa síðan í þeim sporum að eiga möguleika á sæti í sextán liða úrslitum. Að spila leik undir lok keppninnar undir pressu sem er jafn mikilvægur og þessi er hreint frábært. Við erum brattir og bjartsýnir,“ sagði Snorri Steinn.

Staðan í B-riðli Evrópudeildar karla:

Flensburg7601241 – 20912
Ystads IF7502226 – 21610
PAUC7304214 – 2156
Valur7214228 – 2355
FTC7214229 – 2435
Benidorm7205214 – 2344

Snúinn andstæðingur

Valur vann fyrri viðureignina sem fram fór ytra í byrjun nóvember, 32:29, og komst m.a. þar af leiðandi í þá góðu stöðu sem liðið er þegar í. Andstæðingurinn er snúinn að sögn Snorra Steins.

Nokkrar útfærslur

„Benidormliðið er gott og leikmenn er mjög erfiðir viðureignar. Liðið leikur mjög oft sjö á móti sex, ekki síst í Evrópukeppninni. Útfærslurnar eru nokkrar og framkvæmdin hjá þeim er góð. Þeir mega eiga það. Auk þess þá hafa þeir óbilandi trú á að þessi leikaðferð skili árangri. Engu máli skiptir þótt þeir fái á sig sex, sjö eða jafnvel átta mörk í bakið í autt markið. Áfram halda þeir og telja þetta vera þess virði,“ sagði Snorri Steinn.

Hann benti á að einnig leiki Benidormliðið mjög ákveðna 3/2/1 vörn. Vegna fjölbreytileika liðsins er mjög gaman að horfa á liðið leika.

Vel skólaðir í sínu skipulagi

„Þótt margt sé óvenjulegt í leik liðsins þá er ekkert til sem heitir tilviljun. Þeir eru vel skólaðir í sínu skipulagi.


Auk þess þá eru leikmenn liðsins fastir fyrir og ganga eins langt og þeir geta. Þeir eiga örugglega eftir að fara í taugarnar á einhverjum áhorfendum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals sem hvetur allt handknattleiksáhugafólk til þess að mæta á leikinn annað kvöld.


Sem fyrr segir hefst leikur Vals og Benidorm í Origohöllinni klukkan 19.45 annað kvöld. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -