- Auglýsing -
Herdís Eiríksdóttir, 19 ára línukona, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við nýliða Olísdeildar, KA/Þór, frá ÍBV. Frá þessu er greint á heimasíðu KA í dag. Herdís lék 20 leiki með ÍBV á nýliðnu keppnistímabili í Olísdeildinni.
„Við erum afar spennt fyrir komu Herdísar hingað norður en undanfarin ár hefur KA/Þór verið að byggja upp öflugt lið á yngri leikmönnum og verður gaman að sjá hvernig liðinu reiðir af í deild þeirra bestu eftir sannfærandi sigur í Grill66 deildinni í vetur. Það er ljóst að koma Herdísar mun aðeins styrkja liðið og bjóðum við hana hjartanlega velkomna norður,“ segir í tilkynningu KA.
- Auglýsing -