- Auglýsing -
- Auglýsing -

Herslumun vantaði upp á framlengingu – meistararnir í átta liða úrslit

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals urðu áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í næstu umferð bikarkeppni HSÍ í karlaflokki í dag þegar þeir unnu ÍBV, 31:30, í hörkuleik í Vestmannaeyjum. ÍBV átti síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt og knýja út framlengingu. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15, og hafði yfirhöndina síðustu 35 mínútur leiksins.

Eins og venjulega voru Eyjamenn ekki tilbúnir að gefa sinn hlut eftir baráttulaust. Þeir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins en vantaði það þriðja.


Ásamt Val eru Afturelding, Fram, Haukar, Hörður, ÍR, KA og Stjarnan komin í átta liða úrslit bikarkeppninnar sem til stendur að fari fram 16. febrúar.


Fyrstu 25 mínútur leiksins voru afar jafnar og aðeins einu sinni munaði meira en einu marki á annan hvorn veginn. Valur náði góðum spretti þegar um fimm mínútur voru til loka á fyrri hálfleik og náði þriggja marka forskoti, 14:17.


Forskotið sem náðist undir lok fyrri hálfleiks lagði grunn að forystunni sem Valur hélt nær allan síðari hálfleikinn allt þar til í blálokin.


Lítið var gefið eftir í leiknum og höfðu Bjarki Bóasson og Ramunas Mikalonis í mörg horn að líta fyrir vikið. M.a. voru leikmenn utan vallar í 32 mínútur sem skiptust jafnt á milli þeirra.


ÍBV varð fyrir áfalli eftir um fimm mínútur í síðari hálfleik þegar Rúnar Kárason fékk beint rautt spjald fyrir peysutog. Var svo sannarlega skarð fyrir skildi hjá ÍBV enda hafði Rúnar leikið stórt hlutverk í sókninni og m.a. átt sjö stoðsendingar til viðbótar við þrjú skoruð mörk.


Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 8, Sveinn Jose Rivera 6, Elmar Erlingsson 4, Rúnar Kárason 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Janus Dam Djurhuus 2, Dagur Arnarsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1/1, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 26,3% – Björn Viðar Björnsson 0.
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 8, Arnór Snær Óskarsson 7, Stiven Tobar Valencia 5, Aron Dagur Pálsson 4, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10/2, 25%.

.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -