- Auglýsing -
Hildigunnur Einarsdótir og samherjar hennar í Bayer Leverkusen töpuðu naumlega, 24:23, í fyrir Rosengarten í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag. Leikið var á heimavelli Leverkusen. Leikmenn Rosengarten voru marki yfir í hálfleik, 12:11.
Rosengarten skoraði sigurmarkið þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Þrátt fyrir ákafar tilraunir á síðustu mínútunum til þess að jafna metin tókst leikmönnum Leverkusen það ekki.
Hildigunnur hefur glímt við erfið hnémeiðsli síðasta mánuðinn og kom ekki mikið við sögu í leiknum. Reikna má með að Hildigunnur fari í aðgerð á næstu dögum eins og kom fram í samtali við hana á handbolti.is fyrir skömmu. Hún verður þar með frá keppni næstu vikurnar en meiðsli nú er svipuð þeim og hrjáðu hana á síðustu leiktíð.