- Auglýsing -
- Auglýsing -

Herslumuninn vantaði upp á

Sótt að Elínu Rósu Magnúsdóttir t.h. í leiknum í dag. Elín Rósa fékk viðurkenningu í leiksloka. Hún var valin besti leikmaður íslenska liðsins. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska kvennalandsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði naumlega, 23:22, í fyrsta leik sínum í B-hluta Evrópumeistaramótsins í Skopje í dag. Ísland var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10. Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Finnum á mánudaginn og því næst á móti Póllandi á fimmtudag.


Hvít-Rússar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins úr vítaköstum. Íslenska liðið svaraði með fjórum mörkum eftir hraðaupphlaup og náði þar forskoti sem liðið lét aldrei af hendi það sem eftir var af fyrri hálfleik. Mestur varð munurinn sex mörk, 13:7, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks.

Íslenska liðið lagði grunn að forskoti sínu í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, 5/1 vörn.


Munurinn var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleik, 14:10.

Júlía Sóley Björnsdóttir í opnu færi í leiknum við Hvít-Rússa. Mynd/EHF


Hvít-Rússar breyttu yfir í framliggjandi vörn í upphafi síðari hálfleiks sem varð til þess að riðla sóknarleik íslenska liðsins til muna auk þess sem opin færi fóru forgörðum. Hvít-Rússneska liðið var marki yfir, 19:18, þegar tíu mínútur voru til leiksloka og var alltaf á undan að skora leikinn á enda.

Herslumun vantaði upp á hvað eftir annað að íslenska liðinu tækist að jafna eða að komast yfir. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir minnkaði muninn í eitt mark, 23:22, þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Hvít-Rússum tókst að halda boltanum til leiksloka.


Mörk Íslands: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 7, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Júlía Sóley Björnsdóttir 1.

Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 13 skot í markinu.

Baráttuhugur í leikmönnum íslenska landsliðsins við upphaf leiksins við Hvít-Rússa. Mynd/EHF
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -