- Auglýsing -
Hilmar Ágúst Björnsson sem starfað hefur við hlið Sigurðar Bragason við þjálfun meistaraflokks kvenna og U-liðsins hjá ÍBV undanfarin ár hefur ákveðið að halda áfram störfum sínum. Því til staðfestingar skrifaði hann á dögunum undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.
Hilmar hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍBV í fjölmörg ár með góðum árangri og hefur staðið sig vel í þjálfun meistaraflokks og U-liðsins, að því er segir í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV.
„Við erum afar ánægð með að hafa náð samkomulagi við Hilmar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir ennfremur í fyrrgreindri tilkynningu.
Fyrr í þessum mánuði skrifaði Sigurður undir nýjan samning ÍBV.
- Auglýsing -