- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hinn sigursæli Óskar Bjarni mætir með menn sína til leiks

Tveir af reyndari leikmönnum Vals, Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Einn sigursælasti þjálfari íslenskra liða í Evrópuleikjum, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, mætir með sína menn til leiks að Hlíðarenda í kvöld; til að slást við rúmenska liðið Steaua Búkarest í seinni leik Valsmanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 18.

Óskar Bjarni og lærisveinar hans fögnuðu eins marks sigri í fyrri leik liðanna í Búkarest um sl. helgi og hann ætlar sér áfram í undanúrslit, eftir 9 sigurleiki í röð. Sá tíundi í sjónmáli!

Miðasala hér: https://stubb.is/events/bvDEvy

Stemning á Hlíðarenda

Það er næsta víst að mikil stemning verður að Hlíðarenda, þar sem fer fram í fyrsta skipti Evrópuleikur á Íslandi á laugardagskvöldi. Ef ég þekki stuðningsmenn Vals rétt, hefst fjörið í Fjósinu, þar sem Gunnar fjósameistari flautar til leiks; segir nokkrar Hemmasögur og að sjálfsögðu verður kaldur á kantinum, já og jafnvel „fjórar rósir“ til heiðurs Hemma. Eða „átján rauðar rósir“ eins og HENSON syngur oft við góð tækifæri.

Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir á æfingu lansliðsins í Aþenu. Mynd/HSÍ

Arnór Snær, 24 ára, og Benedikt Gunnar, 21 árs, synir Óskars Bjarna, léku sína fyrstu landsleiki fyrir Ísland í Grikklandi á dögunum. Benedikt Gunnar verður með Valsliðinu í leiknum við Steaua í kvöld.

34 ár frá sögulegum leik

Það eru liðin rétt 34 ár síðan Óskar Bjarni tók þátt í sögulegum leik á Keflavíkurflugvelli, þá aðeins 15 ára. Hann lék þá með Val gegn landsliði Bandaríkjanna, sem kom við á Íslandi á ferð sinni um Evrópu.

Bandaríkjamenn óskuðu þá eftir landsleik við Ísland, en HSÍ gat ekki orðið við ósk þeirra, þar sem landslið Íslands var í öðrum verkefnum.

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Þorbjörn valdi unga leikmenn

HSÍ leitaði þá til Þorbjarnar Jenssonar, þjálfara Vals, og óskaði eftir því að hann sendi fram lið. Þorbjörn varð við ósk HSÍ og tefldi fram ungu liði, sem var með marga leikmenn úr 2. og 3. flokki Vals; yngstir voru Óskar Bjarni og Dagur Sigurðsson, úr 3. flokki og Ármann Sigurvinsson, Ingi Rafn Jónsson og Árni Þór Sigurðsson úr 2. flokki. Valur tapaði leiknum, 27:28. Valdimar Grímsson skoraði flest mörk Vals, eða níu. Brynjar Harðarsson skoraði 6 mörk og Júlíus Gunnarsson fjögur. Dagur skoraði flest mörk yngri leikmanna, tvö.

Söguleg skref á Keflavíkurflugvelli

Nú 34 árum síðar er Óskar Bjarni sá þjálfari sem hefur náð einna bestum árangri með íslenskt lið í Evrópukeppni og Dagur hefur verið landsliðsþjálfari fjögurra þjóða; Austurríki, Þýskaland, Japan og Króatíu. Hann hefur unnið það afrek að koma tveimur landsliðum á Ólympíuleika í París 2024; Japan og Króatíu. Það leikur engin þjálfari það eftir. Óskar Bjarni og Dagur tóku söguleg skref á Keflavíkurflugvelli 9. september 1989!

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -