- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK, Afturelding, Víkingur og Valur2 hófu árið á sigrum

Leikmenn HK voru skiljanlega glaðar eftir sigurinn í Fjölnishöllinni í dag. Ljósmynd/Facebook-síða HK handbolta
- Auglýsing -


Liðin í öðru og þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna, HK og Afturelding, unnu leiki sína í dag þegar keppnin hófst á ný eftir margra vikna hlé. HK lagði Fjölni, 31:23, í Fjölnishöllinni í Grafarvogi og hefur 13 stig níu leikjum.

Afturelding vann Hauka2 á Ásvöllum og er við hlið HK með 13 stig. HK og Afturelding eru tveimur stigum á eftir KA/Þór sem sækir Fram2 heim í Lambhagahöllina annað kvöld. KA/Þór hefur aðeins tapað einu stigi í fyrstu átta leikjum sínum.


Valur2 laumaði sér upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á FH í Kaplakrika, 27:23. Valsliðið er aðeins stigi á eftir HK og Aftureldingu. FH er á hinn bóginn í áttunda sæti með aðeins fimm stig eftir að hafa átt á brattann að sækja á tímabilinu.

Víkingar unnu stórsigur á lánlausum Berserkjum sem sitja í neðsta sæti deildarinnar án stiga. Víkingar réðu lögum og lofum í leiknum, ekki síst í síðari hálfleik. Víkingsliðið lúrir í sjötta sæti með níu stig og er nokkuð á næstu liðum, Fram2 og Val2.

Staðan í Grill 66-deildum.

Úrslit dagsins

Víkingur – Berserkir 31:13 (12:7).
Mörk Víkings: Valgerður Elín Snorradóttir 8, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 5, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 2, Ivana Jorna Meincke 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Rakel Sigmarsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1, Tinna Björk Bergsdóttir 1.
Varin skot: Anna Vala Axelsdóttir 4, Signý Pála Pálsdóttir 4.
Mörk Berserkja: Thelma Dís Harðardóttir 4, Katrín Hallgrímsdóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Jenný Gia Luu 2, Arna Sól Orradóttir 1, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: María Ingunn Þorsteinsdóttir 6, Freyja Sveinbjörnsdóttir 2.

Haukar U – Afturelding 23:28 (12:15).
Mörk Hauka U.: Ester Amíra Ægisdóttir 8, Rósa Kristín Kemp 5, Olivia Boc 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Roksana Jaros 2, Bryndís Pálmadóttir 1, Brynja Eik Steinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 10.
Mörk Aftureldingar: Hulda Dagsdóttir 8, Katrín Helga Davíðsdóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Susan Ines Gamboa 3, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 11, Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 6.

FH – Valur U 23:27 (13:14).
Mörk FH: Sara Björg Davíðsdóttir 7, Ena Car 5, Dagný Þorgilsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 2, Telma Medos 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Thelma Dögg Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 10.
Mörk Vals U.: Arna Karitas Eiríksdóttir 9, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 5, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Laufey Helga Óskarsdóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Varin skot: Silja Mueller 11, Arna Sif Jónsdóttir 3.

Fjölnir – HK 23:31 (11:14).
Mörk Fjölnis: Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 5, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 4, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Signý Harðardóttir 2, Telma Sól Bogadóttir 2, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Ragnheiður S. Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 8, Emilía Karítas Rafnsdóttir 1.
Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 7, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 6, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 6, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Anna Valdís Garðarsdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 8, Tanja Glóey Þrastardóttir 7.

Staðan í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -