HK situr eitt liða í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir 11 umferðir. HK lagði Víking í hörkuleik í Kórnum í kvöld, 28:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.
HK hefur þar með tveggja stiga forskot á Gróttu sem lúrir í öðru sæti og sæti færist að komast í efsta sætið. Það mun þó ekki eiga sér stað á næstunni vegna þess að næst verður ekki leikið í Grill 66-deild kvenna fyrr en 8., 9. og 11. janúar.
Öruggur sigur FH-inga
FH fór ekki erindisleysu í Mosfellsbæ. Leikmenn liðsins unnu sannfærandi sigur á Aftureldingu, 31:25, í Myntkaup-höllinni. FH-ingar fóru á kostum í fyrri hálfleik og skoruðu 20 mörk gegn varnarlitlu liði Aftureldingar sem skoraði 14 mörk á fyrstu 30 mínútunum.
Katrín Helga Davíðsdóttir átti annan stórleikinn í röð fyrir Aftureldingu. Hún skoraði 16 mörk.
Szonja Szöke hefur sannarlega reynst FH-liðinu happafengur. Hún varði 19 skot í kvöld og sá til þess að Aftureldingarliðið mátti játa sig sigrað.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
HK – Víkingur 28:24 (15:10).
Mörk HK: Tinna Ósk Gunnarsdóttir 11, Inga Fanney Hauksdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 7, Tanja Glóey Þrastardóttir 2.
Mörk Víkings: Valgerður Elín Snorradóttir 9, Ivana Jorna Dina Meincke 4, Hildur Guðjónsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L. Sigurðardóttir 7.
Afturelding – FH 25:31 (14:20).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 16, Drífa Garðarsdóttir 3, Ísabella Sól Huginsdóttir 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1, Susan Ines Barinas Gamboa 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 9, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3.
Mörk FH: Ragnhildur Edda Þórðardóttir 9, Thelma Dögg Einarsdóttir 8, Eva Guðrúnardóttir Long 5, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 4, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 3, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Szonja Szöke 19, Sigrún Ásta Möller 2.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



